Dala-dala
Satomi Ichikawa
Litli Sæhesturinn
Satomi er japanskur höfundur sem skrifaði og myndskreytti líka bókina Tómatahátíðin um litla stelpu í Japan sem ræktar tómatplöntu hjá ömmu sinni. Satomi ferðast um heiminn með teiknibók, blýant og vatnsliti og er búin að gefa út margar barnabækur í Frakklandi. Nú fjallar Dala-dala um ungan strák, Juma, sem ferðast með pabba sínum í lítilli dala-dala rútu á eyjunni sinni og uppgötvar hafið og að það séu fleiri lönd lengra í burtu …
Eins og áður er þessi litla bók mjög stutt, en einstaklega innihaldsrík, með fallegum, nákvæmum teikningum, sem vekja forvitni og langanir.
Um vöruna
Fyrir börn á aldrinum 4-8 ára.
36 bls.
22 x 27 cm
Kom fyrst út á frönsku árið 2007.