vinsamlegast skrá inn eða stofna aðgang fyrst!

sýnishorn

Heimili
Carson Ellis
am forlag
ISK3490/-

Skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð
„Þetta er heimili mitt
og hér er ég.
Hvar er heimili þitt?
Hvar býrð þú?“

Sumir búa á hafsbotni, aðrir í trjábol, enn aðrir í kastala. Og hver skyldi búa í þessum gamla skó?

Heimili sendir lesendur skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð – en einnig út í geim og á vit heimila sem kannski finnast aðeins í hugarfylgsnum okkar.

Rétt eins og önnur verk myndsnillingsins Carson Ellis er bókin prýdd hugmyndaríkum og fjölbreyttum teikningum sem eru engu líkar. Sannkallað listaverk handa fagurkerum á öllum aldri.

Um vöruna
Fyrir 2 ára og eldri Harðspjalda 24.5 × 30 sm 40 blaðsíður Carson Ellis er margverðlaunuð listakona, rithöfundur og myndskreytir. Hún býr á bóndabæ í Oregon ásamt eiginmanni sínum, tveimur sonum og fjölda dýra. AM forlag hefur gefið út tvær aðrar bækur eftir hana: Kva es þak? og Stysti dagurinn. Kaupa má þrjár bækur saman, í bókaknippi, á sérstökum vildarkjörum. Sverrir Norland íslenskaði.